Selfossflugvöllur er einkaflugvöllur í eigu Flugklúbbs Selfoss og er opinn allan sólarhringinn fyrir almenna flugumferð í samræmi við reglur sem þar um gilda. Völlurinn var byggður upp af félögum flugklúbbsins og er rekinn af Flugklúbbi Selfoss en Flugmálastjórn Íslands og síðar Isavia hafa lagt fé í uppbyggingu, viðhald og rekstur hans. Flugstöð við völlinn er í eigu Flugklúbbs Selfoss og Isavia.  Flugskýli á flugvallarsvæðinu eru 5 og hýsa núna 13-15 flugvélar sem eru í eigu félaga í Flugklúbbi Selfoss. Flugvöllurinn er vinsæll viðkomustaður einkaflugmanna og er einnig mikið notaður í tengslum við leigu- og sjúkraflug af ýmsu tagi.

Flugmenn eru beðnir um að virða þær reglur sem gilda um notkun flugvallarins og er sérstaklega bent á reglur um snertilendingar sem eru settar til að lágmarka hljóðmengun vegna flugumferðar.
Reglur um flugumferð er að finna hér neðar.

Flugbrautir:
Braut Mál(m)   Yfirborð Ljós
05/23 798×30   Möl Nei
14/32 794×30   Möl/gras Nei 

Brautarljós    – ATH    Óvirk sem stendur  ATH-
Brautarljós eru á braut 05/23
Til að kveikja á brautarljósum á braut 05/23 úr flugvél á flugi;  stilla á tíðni 122,8 Mhz
og lykla 3svar sinnum (minnsti styrkur);   5 sinnum (mið styrkur) eða 7 sinnum (mesti styrkur)
Ljósin slökkna sjálfkrafa eftir 18 mínútur

Tölulegar upplýsingar
Staðsetning: 63° 55′ 45”N
021° 02′ 16”W (63.92916667,-21.03777778)
Hæð: 45 fet ys
Tíðni: 118.1 Mhz
NDB stefnuviti: SE397


Eldsneyti


Avgas 100LL
Þjónusta: Flugklúbbur Selfoss, hafið samband við stjórn.

 

Veðurupplýsingar:  sjá forsíðu

Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um takmarkanir við flugumferð um Selfossflugvöll

1. gr.
Næturtakmarkanir: Á milli 23:00 og 07:00 eru flugtök bönnuð. Heimilt er að víkja frá þessu í neyðartilvikum og skal það skráð sérstaklega.
2. gr.
Takmarkanir á snertilendingum: Snertilendingar eru einungis leyfðar virka daga frá 07:00 til 18:00.
3. gr.
Reglur þessar eru settar skv. 9. gr. reglugerðar um hávaða nr. 933/1999, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 478/2003 og öðlast gildi þegar í stað.

Samþykkt í bæjarráði Árborgar 15. nóvember 2007.

 

Leigubílar á Selfossi:
Leigubílar Suðurlands  sími: 482 3800