Árleg lendingarkeppni Flugklúbbs Selfoss, Pétursbikarinn, er haldin á Selfossflugvelli seinni part sumars ár hvert. Keppnin er haldin til minningar um Pétur Sigvaldason sem var gestur á stofnfundi flugklúbbsins þann 16. maí 1974, en hann var þá ritari Vélflugfélags Íslands, VFFÍ. Á heimasíðu Flugklúbbs Selfoss, undir “Sagan”, má sjá mynd frá stofnfundinum og er Pétur þar annar frá hægri. Á fundinum gaf Pétur 5.000 krónur til flugvallargerðar á Selfossi og var það fyrsta fjárframlagið til Selfossflugvallar.

Pétur fórst í flugslysi tæpum þremur vikum síðar, í Svínadal í Dölum, 2. júní 1974.

Gunnar Þorvaldsson félagi í Flugklúbbi Selfoss og kona hans gáfu Pétursbikarinn til minningar um Pétur Sigvaldason árið 1985.

Lendingarkeppni felst í því að flugmenn keppa í lendingum á flugvélum sínum. Hver flugmaður tekur 4 lendingar:

  1. Floginn umferðarhringur, venjuleg lending, allt leyfilegt.
  2. Floginn umferðarhringur, dregið af mótor í 1000 feta hæð þvert af áætluðum lendingarstað, ekki leyfilegt að nota mótor eftir það.
  3. Floginn umferðarhringur, dregið af mótor í 1000 feta hæð þvert af áætluðum lendingarstað, ekki leyfilegt að nota mótor né flapa eftir það.
  4. Floginn umferðarhringur, hefðbundin lending yfir 2 metra hindrun sem er 50 metra frá núll punkti, aðflugsferill skal vera eðlilegur.

Flugmenn fá síðan refsistig skv. alþjóðlegum reglum um lendingakeppni og því færri sem þeir lenda nær réttum lendingarstað. Sá sigrar sem fær fæst refsistig.

Flugmenn vita að í flugtaki reynir mest á flugvélina en í lendingunni reynir mest á flugmanninn. Lendingarkeppni er því hæfniskeppni flugmanna þó auðvitað skipti líka máli að hafa heppnina með sér. Flugmenn taka þátt í lendingarkeppni sér og öðrum til skemmtunar og til að þjálfa sig í öguðum vinnubrögðum.

Pétursbikarinn hefur verið haldinn á Selfossflugvelli frá árinu 1985.

Sigurvegarar í  Pétursbikarnum frá upphafi:

 1985  Ragnar J. Ragnarsson      
 1986  Ragnar J. Ragnarsson      
 1987  Jóhannes Örn Jóhannesson      
 1988  Orri Eiríksson      
 1989  Orri Eiríksson      
 1990  Ágúst Ögmundsson      
 1991  Sigurður Karlsson      Flugklúbbi Selfoss
 1992  Guðmundur Jónsson      Flugklúbbi Selfoss
 1993  Hörður Guðlaugsson      
 1994  Haukur Snorrason      
 1995  Guðmundur Ásgeirsson      
 1996  Ekki haldið      
 1997  Ingólfur Jónsson      
 1998  Þorsteinn Kristinsson      
 1999  Maggnús Víkingur Grímsson      
 2000  Sigurður Karlsson  TF-HAL  87 refsistig  Flugklúbbi Selfoss
 2001  Þorsteinn Magnússon  TF-EOS  55 refsistig  Flugklúbbi Selfoss
 2002  Þorsteinn Magnússon  TF-EOS  77 refsisitg  Flugklúbbi Selfoss
 2003  Björn Ásbjörnsson      
 2004  Þorsteinn Magnússon  TF-EOS    Flugklúbbi Selfoss
 2005  Sigurður Georgssson      
 2006  Snorri B Jónsson      Flugklúbbi Mosfellsbæjar
 2007  Þorsteinn Magnússon  TF-EOS  78 refsistig  Flugklúbbi Selfoss
 2008  Hjörtur Þór Hauksson  TF-FIM  149 refsistig  Flugklúbbi Selfoss
 2009  Snorri B Jónsson  TF-REX  59 refsistig  Flugklúbbi Mosfellsbæjar
 2010  Jón Karl Snorrason  TF-ULF  74 refsistig  Flugklúbbi Mosfellsbæjar
 2011  Þorsteinn Magnússon  TF-169  66 refsistig  Flugklúbbi Selfoss
 2012  Þorsteinn Magnússon  TF-169  43 refsistig  Flugklúbbi Selfoss
 2013  Óli Öder Magnússon  TF-151  16 refsistig  Flugklúbbi Selfoss
 2014  Maggnús V Grímsson  TF-REF  74 refsistig  Flugklúbbi Mosfellsbæjar
 2015  Maggnús V Grímsson  TF-REF  126 refsistig  Flugklúbbi Mosfellsbæjar
 2016  Ómar Bjarnason  TF-POU  24 refsistig  Flugklúbbi Mosfellsbæjar
 2017 Pétur Jökull TF-API 30 refsistig  Flugklúbbi Mosfellsbæjar